- gr.
Nafn sjóðsins er Styrktar- og sjúkrasjóður Sjómannafélags Íslands, skammstafað Styrktar-og sjúkrasjóður SÍ.
Heimili hans , varnarþing og afgreiðsla er á skrifstofu Sjómannafélags Íslands.
2. gr.
Markmið Sjóðsins er að styrkja félagsmenn Sjómannafélags Íslands, sem missa vinnutekjur vegna veikinda eða slysa, með því að greiða þeim dagpeninga í slysa- og veikindatilfellum.
3. gr.
Tekjur sjóðsins eru:
• A. Samningsbundin gjöld atvinnurekenda.
• B. Gjöld einstaklinga samkvæmt b - lið 4. gr.
• C. Vaxtatekjur.
• D. Aðrar tekjur.
4. gr.
Rétt til dagpeninga og styrkja úr sjóðnum eiga fullgildir félagar í Sjómannafélagi Íslands sem greitt hafa til sjóðsins samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði á síðastliðnum 12 mánuðum. Fjárhæð dagpeninga miðast við starfshlutfall og starfstíma. Rétt til dagpeninga öðlast viðkomandi frá þeim tíma er samningsbundinni eða lögboðinni kaupgreiðslu lýkur.
Dagpeningar greiðast eftir að sjóðsfélagi hefur verið launalaus í a.m.k. 5 daga samfellt eða lengur, en þá fær hann greitt frá þeim degi er launagreiðslum líkur. Dagpeningar greiðast samanlagt í 6 mánuði.
Rétt til dagpeninga öðlast sjóðsfélagi ekki ef hann á rétt á greiðslum fyrir tímabundið tekjutap á grundvelli skaðabótalaga, nema skaðabætur greiðist ekki að fullu. Réttur til dagpeninga fellur niður ef sjóðsfélagi öðlast rétt á greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins eða lífeyrissjóði.
Aðrar greiðslur: stjórn sjóðsins er heimilt að styrkja félagsmenn vegna sjúkra- og endurhæfingarkostnaðar.
Endurgreiðslur eru háðar því að greitt hafi verið 12 mánuði í sjóðinn.
5. gr.
Dagpeningar greiðast mánaðarlega samkvæmt þeim ákvæðum sem sett eru í reglugerð þessari.
6. gr.
Réttindi ávinnast ekki í Sjúkrasjóði SÍ með greiðslum af atvinnuleysisbótum nema hjá þeim sem voru félagar í SÍ þegar þeir misstu vinnu og sóttu um atvinnuleysisbætur. Í þeim tilfellum skulu dagpeningar jafngilda atvinnuleysisbótum.
7. gr.
Allar umsóknir skul ritaðar á þar til gerð eyðublöð er sjóðsstjón lætur umsækjendum í té. Skylt er sjóðsfélaga að leggja fram læknisvottorð með umsókninni innan viku er tilgreini þann dag sem slysið eða veikindin bar að höndum. Þá er bótaþega og skylt að leggja fram læknisvottorð, er tilgreini þann dag, þegar hann varð aftur vinnufær. Heimilt er stjórn sjóðsins að krefjast þess að umsækjandi um dagpeninga, eða bótaþegi, leggi fram vottorð frá sérstökum trúnaðarlækni sjóðsins. Greiðsla dagpeninga fyrnist, sé hennar ekki vitjað innan 2ja mánaða frá því lögbundinum og / eða samningsbundnum greiðslum lauk, en þó getur sjóðsstjórn veitt undanþágu frá þessum ákvæðum, ef sjóðsfélagi veikist eða slasast erlendis og ekki komist heim af þeim sökum.
8. gr.
Þegar farsóttir geysa, getur sjóðsstjórnin leyst sjóðinn frá greiðsluskyldum sínum um stundarsakir. Sjóðsstjórnin getur einnig ákveðið að lækka upphæð dagpeninga um stundarsakir, en þá ekki yfir skemmri tíma en 6 mánuði, ef afkomu sjóðsins virðist hætta búin.
9. gr.
Allur kostnaður við rekstur sjóðsins skal greiddur úr honum sjálfum.
Árlegan kostnað vegna afgreiðslu og skrifstofuhalds skal ákveða með samkomulagi milli sjóðsstjórnar og stjórnar SÍ, þó eigi síðar en í desember ár hvert.
10. gr.
Hafi umsækjandi verið fullgildur aðili í sjúkrasjóði annars félags innan ASÍ, er heimilt að veita honum aðild að Sjúkrasjóði SÍ.
11. gr.
Stjórn SÍ gerir tillögu um stjórn sjóðsins sem skipuð er 3 mönnum og 3 til vara, og eru þeir kosnir á aðalfundi Sjómannafélags Íslands.
Kjörtímabil stjórnar sjóðsins fylgir kjörtímabili stjórnar SÍ.
Reikningar sjóðsins skulu liggja áritaðir frammi á skrifstofu SÍ sjö dögum fyrir aðalfund SÍ.
Löggiltir endurskoðendur og félagslegir skoðunarmenn skulu vera þeir sömu og hjá félagssjóði SÍ, og kosnir samkvæmt lögum SÍ.
12. gr.
Sjóðsstjórnin ákveður árlega eigi síðar en í janúar um greiðslur dagpeninga og styrkja.
Stjórn sjóðsins annast vörslu hans og ávöxtun. Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins með kaupum á verðabréfum, tryggðum með öruggu fasteignaveði. Þá er heimilt að verja fé sjóðsins til kaupa eða byggingar félagshúss Sjómannafélags Íslands, enda sé sjóðurinn þá eigandi hússins að því leyti.
Ávallt skal þess gætt að ráðstöfun á fé sjóðsins brjóti ekki í bága við tilgang hans og verkefni
13. gr.
Reglugerð þessari má einungis breyta á aðalfundi SÍ samkvæmt 27. gr. félagslaga.
Lögin eru þannig samþykkt á aðalfundi SR þann 29. desember 2006.
Styrkir úr styrktar- og sjúkrasjóði Sjómannafélags Íslands
Réttur til dagpeninga fellur niður þegar...
Sjóðsfélagi öðlast rétt til töku elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyris frá Tryggingastofnun og/eða lífeyrissjóði eða fær bótagreiðslur frá tryggingafélagi, aða verður vinnufær á ný.
• Sjóðfélagi er skylt að láta starfsmenn sjóðsins vita ef/þegar bótagreiðslur hefjast samkvæmt ofanrituðu eða hann hefur störf að nýju eftir veikindi/slys.
• Ofgreidda sjúkradagpeninga ber sjóðfélaga að endurgreiða sjóðnum.
Upphæð sjúkra- og slysadagpeninga
Sjúkra- og slysadagpeningar skulu vera 80% af meðallaunum, enda komi ekki greiðsla vegna tímabundinnar örorku samkvæmt ábyrgðartryggingu fyrir sama tímabil. Greiðslur sjúkradagpeninga skulu miðast við meðallaun bótaþega, miðað við greiðslur til félags- og sjúkrasjóðs Sjómannafélag Íslands, síðustu 6 mánuði áður en launagreiðslur féllu niður. Ef verulegar breytingar hafa orðið á launum viðkomandi síðustu 6 mánuði, er heimilt að meta tekjurnar sérstaklaga og þá yfir lengra tímabil. Meðallaun þeirra sem greitt hafa skemur en 6 mánuði til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ reiknast á eftirfarandi hátt:
• Til að finna meðallaun viðkomandi skal miða við fjölda mánaða sem greitt hefur verið í Styrktar- og sjúkraskjóð SÍ.
• Meðallaun þeirra ekki hafa greitt sem svarar lágmarksgjaldi til Styrktar- og sjúkrasjóðs SÍ skal finna með því að deila í laun á viðmiðunartímabili með 6 mánuðum, þó svo að greitt hafi verið skemur en 6 mánuði.
Hámark greiðslna dagpeninga úr Styrktar- sjúkrasjóð SÍ er 80% af meðallaunum síðustu 6 mánuða hæðst 390.000 kr en eftir 5 ára samfellda félagsaðild 470.000 kr.