Fréttatilkynning frá Sjómannafélagi Íslands, Sjómannasambandi Íslands og VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna.

verkfall.pngÍ dag lauk atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun hjá Íslenskum sjómönnum. Niðurstöðurnar eru mjög afgerandi. Öll félög sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni samþykktu verkfall með miklum meirihluta greiddra atkvæða.
Hjá Sjómannasambandi Íslands, VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannafélagi Íslands er niðurstaðan að um 90% þeirra sem þátt tóku eru meðmæltir verkfallsaðgerðum til að knýja á um nýjan kjarasamning.
Sjómenn eru með þessari niðurstöðu að senda sterk skilaboð um hvað þeir vilja. Þeir eru tilbúnir í átök ef ekki semst fyrir 10. nóvember.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu