Fréttir / Október / 2016

27. október 2016

Orðsending til félagsmanna

Í  tilefni 100 ára afmælis félagsins var gefin út bók  er fjallar um sögu félagsins og sjómanna í bland við þjóðfélagsbreytingar síðustu 100 ára.

27. október 2016

Orlofshús - Snæfoksstaðir

Nú er verið að klára að byggja nýtt gestahús sem á að koma við Snæfokkstaði og er reiknað með að vinna við setja það niður við Sæfoksstaði hefjist strax eftir Páska og verði lokið um miðjan maí. Sólpallurinn verður einnig endurnýjaður og heiti potturinn færður á hentugri stað.

27. október 2016

Sumarúthlutun orlofshúsa (1)

Ágætu félagsmenn. Sumarúthlutun orlofshúsa hefst kl. 9:00  mánudaginn 2. maí. Tímabil sumarleigu er frá 13. maí til 09. september 2015Félagsmaður (eða aðstandandi) þarf að hringja  551-1915 eða mæta á skrifstofuna ,Skipholti 50.d.

27. október 2016

Verkfall á skipum Samskipa

Sjómannafélag Íslands hefur boðað verkfall um borð í skipum Samskipa frá 1. maí næstkomandi kl. 16. Yfir 90% félagsmanna Sjómannafélagsins hjá Samskipum tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfall og samþykktu einróma.

27. október 2016

Nýr bústaður á Akureyri

Sjómannafélagið hefur fest kaup á 85 fm. sumarhúsi í Vaðlaheiðinni gegnt Akureyri. Félagið fær bústaðinn formlega afhentan  29. ágúst og verður auglýst í sumar hvenær verður byrjað að taka við leiguumsóknum fyrir veturinn.

27. október 2016

Frestun á verkfalli.

Félagið hefur frestað verkfalli á skipum Samskipa sem hefjast átti 1. maí síðastliðinn. Verkfallinu er frestað til 27. maí. Kjaraviðræður eru í gangi við Samskip P/F án milligöngu SA. og Ríkissáttasemjara.

27. október 2016

Framkvæmdir við Snæfoksstaði

Framkvæmdum við Snæfoksstaði miðar vel áfram og er áætlað að þeim ljúki um miðjan mánuðinn. Nú í dag þann 4. maí er búið að reisa gestahúsið og tengja það við aðalhúsið með stórum palli. Nýr heitur pottur verður settur niður á milli húsanna, og er því stutt úr baðherbergjum úr báðum húsunum í pottinn.

27. október 2016

Gistimiðar á Hótel Eddu sumarið 2016

Gistimiðar á Hótel Eddu eru komnir í sölu hjá okkur á skrifstofu félagssins í Skipholti 50 d.og kosta nú kr. 6.000- nóttin. Ekki er innifalinn morgunverður.Uppfærsla, þegar keyptur er miði fyrir herbergi m/handlaug:Sé gist í herbergi m/ baði greiðist aukagjald kr.

27. október 2016

Knattspyrnumót Sjómannadagsins

Knattspyrnumót Sjómannadagsins verður haldið laugardaginn 4. júní á gervigrasvellinum í Laugardal. Mæting liða er kl. 13:00 og stefnt er að því að flauta fyrstu leikina á kl. 13:20. Vinsamlegast skráið lið ykkar fyrir fimmtudaginn 19 maí.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu