Sjómannafélag Íslands

Sjómanna lífeyrir við 60 ára aldur

Í umræðu Alþingis í gær kom fram að fáir sjómenn nýta sér réttindi sín á ellilífeyri frá ríkinu við 60 ára aldur. Viljum við því benda sjómönnum á að eftir 25 ár á sjó eiga sjómenn rétt á ellilífeyri frá ríkinu óháð réttindum í lífeyrissjóðum sem þeir greiða í. Sótt er um hjá Tryggingastofnun Ríkisins. Athugið að hafi sjómenn ekki sótt um ellilífeyrin við 60  ára aldur þá eiga menn að sækja um að fá greitt aftur í tímann. Lögskráningar er hægt að fá hjá Samgöngustofu og ef ekki eru eldri lögskráningar þar, þá er hægt að nálgast þær hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Félagsmenn SÍ geta fengið lögskráningu sína sem skráð er hjá Samgöngustofu hér á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar veitir Bergur hér á skrifstofu félagsins.

Error loading Partial View script (file: ~/Views/MacroPartials/InsertUmbracoForm.cshtml)
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu