Sjómannafélag Íslands

Sjómanna lífeyrir hjá Tryggingastofnun

Upplýsingar um sjómanna lífeyris hjá Tryggingastofnun sem hefja má við 60 ára aldur eftir 25 ár á sjó. Ath. sjómanna lífeyrir er í raun venjulegur ellilífeyrir hjá Tryggingastofnun og fer eftir sömu reglum, en kallast þetta þar sem hefja má töku hans mun fyrr en ella.

Sjómaður þarf að hafa skilað 4500 sjódögum ( lögskráningardögum ) eða 180 dögum á ári að meðaltali í 25 ár.

Skila þarf inn lögskráningardögum sem sjómenn geta fengið hjá Samgöngustofu, ef ekki eru allar lögskráningar þar, geta eldri lögskráningar legið hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

Lífeyririnn er tekjutengdur og skila þarf inn gögnum vegna allra tekna, þar á meðal fjármagnstekjum og greiðslum úr lífeyrissjóðum. Ef heildar tekjur fara yfir ca. kr. 576.344 falla greiðslur úr sjómanna lífeyri niður frá Tryggingastofnun.

Eigi sjómaður rétt á lífeyri og látið hjá líða að sækja um hann er hægt að sækja um 2 ár aftur í tímann.

Athugið að mjög gott er að reikna út hvort sjómaður eigi rétt á lífeyri á reiknivél á vef Tryggingastofnunarinnar svo menn séu ekki að sækja um að óþörfu.

Hér er linkur á reiknivélina.  https://www.tr.is/reiknivel/

Útreikningur frá Tryggingastofnun

Error loading Partial View script (file: ~/Views/MacroPartials/InsertUmbracoForm.cshtml)
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu