Kynning á kjarasamningi SFS og Sjómannafélags Íslands

Helstu breytingar í nýsamþykktum kjarasamningi Sjómannafélags Íslands og SFS

 

-Uppgjör launa val um skiptaprósentu og mótframlag útgerðar í lífeyrissjóð.

  • Viðmið við heimsmarkaðsverð á olíu fellur úr gildi.
  • Laun gerð upp miðað við heildaraflaverðmæti og eru þar tvær leiðir í boði.
    • Lífeyrisauki (A).
      • Skiptaprósenta lækkar í 69,2%, en mótframlag útgerðar í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 11,5%.
    • Kaupauki (B).
      • Skiptaprósenta hækkar í 70.5%, en mótframlag útgerðar í lífeyrissjóð verður óbreytt 8%.
    • Við undirritun kjarasamnings fara allir skipverjar sjálfkrafa í lífeyrisauka (A). Skipverjar sem velja kaupauka (B) skulu koma slíkri beiðni til útgerðar eigi síðar en 1. apríl 2023. Eftir það er hægt að breyta um leið einu sinni á ári, fyrir 1. desember ár hvert.

 

-Kauptrygging og tímakaup hækkar.

  • Kauptrygging.
    • Matsveinn, fyrsti og annar vélstjóri og vélavörður, bátsmaður, 2. stýrimaður og netamaður 535.723 kr. á mánuði
    • Háseti 454.027 kr. á mánuði
  • Tímakaup.
    • Dagvinna háseta 2.910 kr.
    • Dagvinna 1. og 2. vélstjóra, bátsm., og vélav., 3.434 kr.

 

-Lækkun skiptaprósentu.

  • Útgerð getur krafist lækkunar á skiptaprósentu.
    • Þegar fram koma nýjar veiði- og verkunaraðferðir
    • Breytingar verða á veiði- eða verkunaraðferðum sem geta leitt til verksparnaðar eða fjölgunar í áhöfn
    • Vegna hagræðingar og/eða breytinga á störfum um borð
  • Heimilt að lækka skiptaprósentu oftar en einu sinni á sama skipi.
  • Náist ekki samkomulag um lækkun skiptaprósentu skal skipa gerðardóm sem sker úr um hvort lækka eigi skiptaprósentuna og hversu mikið.
    • Gerðardómur er skipaður þremur gerðarmönnum og er niðurstaða dómsins bindandi og verður ekki skotið til almennra dómstóla.

 

Skerðing á slysa- og veikindalaunarétti sjómanna.

  • Veruleg breyting á veikinda- og slysalaunarétti sjómanna samkvæmt hinum nýja kjarasamningi, sem hefur í flestum tilvikum umtalsverða réttindaskerðingu í för með sér.
  • Ákvæðið samræmist ekki núgilandi 4. og 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985, en þar er kveðið á um betri veikinda- og slysalaunarétt sjómanna. Breyta þarf sjómannalögum til að nýja kjarasamningsákvæðið verði lögmætt, en óvíst er hvort sú lagabreyting næst fram.
  • Sjómaður í skiptimannakerfi sem kemur óvinnufær í land og er óvinnufær í 2 mánuði fær ekki lengur greidd full laun þann tíma, heldur aðeins þann tíma sem hann hefði verið um borð, hefði hann ekki slasast/veikst.
  • Sjómaður á skipi þar sem ekkert róðrafyrirkomulag er skal fá greidd forfallalaun þegar hann átti að koma til baka úr launalausu leyfi, en ekki frá og með þeim tíma er hann kemur óvinnufær í land eins og verið hefur. Oft er óvissa um hvenær nákvæmlega það átti að vera.
  • Sjómaður á tímabundinni ráðningu (ráðinn til veiðiferðar) sem veikist eða slasast um borð á samkvæmt nýja ákvæðinu engan rétt til veikinda- eða slysalauna og skiptir þá engu máli þó svo að hann hafi starfað á sama skipi til lengri tíma. Samkvæmt því ákvæði sem nú er verið að fella úr gildi nyti sjómaðurinn launaréttar í allt að 2-5 mánuði. Í ljósi þess hversu algengt er að útgerðir geri ítrekaða tímabundna samninga við skipverja sína er ljóst að margir skipverjar verða réttlausir til launa frá útgerð í slysa- og veikindaforföllum sínum.
  • Séu sjómenn í innbyrðis launadrefingarkerfi sín á milli (ekki samkvæmt fyrirmælum útgerðar) geta menn þó notið rýmri launaréttar í slysa- og veikindaforföllum, standi óvinnufærnin yfir í lengri tíma en 2 mánuði.

 

Gildistími og uppsagnarfrestur.

  • Samningurinn gildir 10 ár. Fordæmalaus gildistími, óþekkt á íslenskum vinnumarkaði.
  • Ekkert almennt uppsagnarákvæði. Ekki hægt að segja upp samningnum vegna atvika sem upp koma á samningstíma og því ekki hægt að bregðast við fyrr en í fyrsta lagi 2023.
  • Í einungis þremur tilvikum er hægt að segja upp samningnum, þó ekki fyrr en að liðunum 4 árum frá gildistöku hans, sem og að liðnum árs uppsagnarfresti, m.ö.o. eftir 5 ár. Þau tilvik sem um ræðir eru þessi:
    • Ef breyting næst ekki fram á slysa- og veikindalaunarétti skv. 36. gr. sjómannalaga.
    • Ef veruleg breyting verður gerð á hlutverki Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndar sjómanna.
    • Ef veiðgjöld eða álögur hins opinbera á útgerð hækka verulega.

 

-Kostnaður vegna slysatryggingar.

  • Þátttöka sjómanna í slysatryggingu verður kr.10.000.- og hækkar um kr. 2.224.- umfram það sem hún hefði gert samkvæmt síðasta kjarasamningi, en samkvæmt samningnum átti hún að hækka úr kr. 5.597.- kr. 7.776.-. Fjárhæðin tekur sömu breytingum og kauptrygging. Upphæðir miðast við mánuð og reiknast hlutfallslega fyrir brot úr mánuði.

 

-Atkvæðagreiðsla félagsmanna um kjarasamninginn.

  • Rafræn atkvæðagreiðsla hefst föstudaginn 17. febrúar og lýkur 10. mars.

 

 

Sjómannafélag Íslands,

  1. febrúar 2023
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu